Segir Eggert hafa dylgjað um sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 22:43 Jóhann Páll segir Eggert hafa dylgjað um sig. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira