Enski boltinn

Áhorfandi kærður fyrir að ögra Wenger

Wenger horfir upp til áhorfenda fyrir leik.
Wenger horfir upp til áhorfenda fyrir leik. vísir/getty
Stuðningsmenn Arsenal halda áfram að gera Arsene Wenger, stjóra Arsenal, lífið leitt.

Nú er búið að kæra hinn 25 ára gamla Luke Bryant en hann gerði sér lítið fyrir og stökk inn á völlinn í leik Arsenal og Southampton á Nýársdag og alla leið að Wenger sem sat á bekknum.

Þar lét hann Wenger heyra það áður en hann var borinn burt af öryggisvörðum.

Bryant mun þurfa að mæta fyrir rétt þann 22. janúar næstkomandi enda braut hann lög með þessari hegðun sinni.

Í síðasta mánuði lét hópur stuðningsmanna Arsenal stjórann heyra það er hann fór í lestina frá Stoke til London. Svo hafa verið skipulögð mótmæli og borðar í stúkunni gegn Wenger. Hann er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum félagsins.


Tengdar fréttir

Kominn tími til að kveðja, Wenger

Sumir stuðningsmenn Arsenal búnir að fá nóg af franska knattspyrnustjóranum og sýndu það gegn West Bromwich í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×