Enski boltinn

Biðu eftir Wenger á lestarstöðinni

Það er örugglega ekki gaman fyrir Wenger að sjá stuðningsmennina með þennan borða í stúkunni.
Það er örugglega ekki gaman fyrir Wenger að sjá stuðningsmennina með þennan borða í stúkunni. vísir/getty
Fjölmargir stuðningsmenn Arsenal eru búnir að fá nóg af stjóra félagsins, Arsene Wenger.

Á síðustu leikjum hafa stuðningsmenn Arsenal mætt með borða þar sem Wenger er þakkað fyrir góð störf en þess óskað á sama tíma að hann færi að koma sér burt frá félaginu.

Tapið um helgina gegn Stoke City var síðan ekki til þess að kæta stuðningsmennina. Einhverjir þeirra ákváðu að bíða eftir liðinu á lestarstöðinni í Stoke til þess að láta Wenger heyra það.

Er Wenger og liðið mættu á lestarstöðinni létu þeir fúkyrðaflauminn vaða yfir Wenger. Frakkinn hefur líklega ekki notið þess.

Wenger er farsælasti stjórinn í sögu Arsenal en hann hefur unnið deildina þrisvar með félaginu og fimm sinnum hefur Arsenal unnið bikarkeppnina undir hans stjórn.

Það hefur þó verið aukin pressa á honum undanfarin ár þar sem titlarnir voru hættir að skila sér í hús. Arsenal vann bikarkeppnina á síðustu leiktíð en það virðist ekki duga til hjá kröfuhörðum stuðningsmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×