Erlent

Með stefnuljósarofa í handleggnum í hálfa öld

Atli Ísleifsson skrifar
Arthur með eiginkonu sinni Betty og stefnuljósarofanum.
Arthur með eiginkonu sinni Betty og stefnuljósarofanum. Vísir/AP
Læknar í Bandaríkjunum fundu nýverið stærðarinnar stefnuljósarofa í handlegg roskins manns í Illinois-ríki. Rofinn hafði verið í handlegg mannsins í rúm fimmtíu ár.

Í frétt St. Louis Post-Dispatch kemur fram að hinn 75 ára gamli Arthur Lampitt hafi lent í slysi þegar hann ók nýjum Ford Thunderbird bíl sínum árið 1963. Hann hafði þá sloppið með mjaðmameiðsli en var rækilega minntur á slysið nú í lok síðasta árs þegar hann fann fyrir miklum sársauka í handleggnum eftir að hafa verið að flytja sleypuklump.

„Handleggurinn tók að bólgna,“ segir Betty Lampitt, eiginkona Arthurs, í samtali við blaðið. Læknar staðfestu svo skömmu síðar að Arthur hafi gengið um með rofann í rúm fimmtíu ár.

Í fréttinni segir að Lampitt hafi vissulega orðið fyrir einhverjum meiðslum í handleggnum í bílslysinu forðum daga en að enginn hafi gert sér grein fyrir að stefnuljósarofinn hafi fests í handleggnum.

Arthur segist í samtali við blaðið að þau hjónin séu alveg viss um að þau muni geta nýtt rofann til einhvers nú þegar hann hefur verið fjarlægður. „Við finnum upp á einhverju, ég er alveg viss um það.“

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×