Enski boltinn

Sir Alex mætti með þyrlu á leikinn - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson fyrir framan þyrluna.
Sir Alex Ferguson fyrir framan þyrluna. Vísir/Getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, var flottur á því í dag þegar hann mætti á leik Yeovil Town og Manchester United í ensku bikarkeppninni.

Það tekur um fjóra og hálfan tíma að keyra frá Manchester til Yeovil en Sir Alex mætti á leikinn með þyrlu en hún lenti á grasbala skammt frá vellinum.

Liðin spila á heimavelli Yeovil Town, Huish Park, en þetta er einn athyglisverðasti leikurinn milli Davíðs og Golíats í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Yeovil Town féll úr ensku b-deildinni í fyrra og er núna í neðsta sæti C-deildarinnar með aðeins 20 stig úr 23 leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá Sir Alex Ferguson mæta á leikinn í þyrlunni.



Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×