Enski boltinn

Burnley og Tottenham þurfa að mætast aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nacer Chadli fagnar marki.
Nacer Chadli fagnar marki. vísir/getty
Burnley og Tottenham þurfa að mætast aftur í enska bikarnum í fótbolta, en þau skildu jöfn, 1-1, í leik liðanna í 3. umferðinni í kvöld.

Nacer Chadli kom Tottenham yfir gegn nýliðum í úrvalsdeildinni, 1-0, með marki á 56. mínútu en Sam Vokes jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og mætast þau á ný á heimavelli Tottenham.

Liðið sem vinnur mætir Leicester í fjórðu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×