„Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu“ ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2015 22:01 Ásdís Halla Bragadóttir er talsmaður meira valfrelsi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. vísir/pjetur Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira