Erlent

Tugir féllu í öflugri sprengingu í Jemen

Vísir/AFP
Tugir eru fallnir og særðir eftir að öflug sprengja sprakk í morgun fyrir utan lögregluskóla í Sanaa, höfuðborg Jemens. Fyrstu fregnir herma að um bílsprengju hafi verið að ræða og að hún hafi sprungið nærri stórum hópi nemenda við skólann.

Þetta hefur þó ekki verið staðfest að því er segir á heimasíðu BBC.

Ófriður hefur verið í Jemen allt frá árinu 2011 þegar forseta landsins var steypt af stóli. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en hryðjuverkasamtök með tengsl við Al Kaída hafa undanfarið gert margar árásir í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×