Enski boltinn

Gerrard hefði skrifað undir nýjan samning síðasta sumar

Gerrard fagnar.
Gerrard fagnar. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill ekki kenna neinum um að hann sé á förum frá félaginu næsta sumar.

Hann hefur aftur á móti viðurkennt að hann hefði verið áfram hjá félaginu ef hann hefði fengið samningstilboð síðasta sumar.

Gerrard fékk aftur á móti ekki nýtt tilboð fyrr en í nóvember.

„Ég hefði skrifað undir nýjan samning í sumar. Þá var ég hættur með landsliðinu til þess að einbeita mér að Liverpool. Ég var meiðslafrír og klár í að spila áfram," sagði Gerrard.

„Það þýðir ekki að velta sér upp úr þessu núna. Það er ekki hægt að kenna neinum um og ég er ekki reiður. Það þýðir ekkert að benda á mig eða einhvern annan hjá félaginu."

Fyrirliðinn segir að samband sitt við stjórann, Brendan Rodgers, sé mjög gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×