Grátbáðu þjálfarann um að refsa ekki Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 11:45 Lionel Messi þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum um síðustu helgi. Vísir/Getty Sport-blaðið í Barcelona fjallar um ástandið innan Barcelona-liðsins í forsíðufrétt í dag en þar kemur fram að fyrirhugaður sáttafundur í dag ráði miklu um framhaldið en þjálfarinn (Luis Enrique) og skærasta stjarnan (Lionel Messi) talast ekki við þessa dagana. Sport segir frá því að hótanir og almenn leiðindi hafi einkennt samskipti Lionel Messi og Luis Enrique síðustu vikurnar og að Messi æfi nú ekki lengur með liðinu. Messi hefur æft einn frá tapinu á móti Real Sociedad um helgina og gefur upp þá ástæðu að hann sé slæmur í maganum. Luis Enrique trúir honum ekki og ætlaði samkvæmt heimildum Sport að refsa leikmanninum opinberlega fyrir að skrópa á æfingarnar. Fyrirliðarnir Xavi, Andres Iniesta og Sergio Busquet grátbáðu hinsvegar þjálfarann um að gera það ekki því það hefði þýtt algjörlega óbærilegt ástand innan hópsins. Mundo Deportivo, annað íþróttablað í Barcelona, slær því upp að sáttafundur í dag ráði öllu umframhaldið. Fyrirliðarnir þrír munu þar reyna að ræða við Messi og leita sátta í þessu máli. Ósætti Lionel Messi og Luis Enrique er risamál í Katalóníu en kannanir sýna þó að Barcelona-búar standa með Messi í þessu máli og 93 prósent telja að Messi fái það í gegn sem hann vill. Lionel Messi hefur skorað 23 mörk í 23 leikjum á þessu tímabili þar af 15 mörk í 17 leikjum í spænsku deildinni. Messi hefur byrjað alla leiki nema einn í spænsku deildinni, tapleikinn á Real Sociedad um síðustu helgi. Messi var með 7 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu átta leikjum Barcelona sem fékk í þeim 22 stig af 24 mögulegum. Messi hefur ekki gefið stoðsendingu í síðustu 9 leikjum en hefur skorað 8 mörk í þeim en þessi átta mörk komu öll í þremur leikjanna.Forsíða Sport-blaðsins í Barcelona í dag. Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Sport-blaðið í Barcelona fjallar um ástandið innan Barcelona-liðsins í forsíðufrétt í dag en þar kemur fram að fyrirhugaður sáttafundur í dag ráði miklu um framhaldið en þjálfarinn (Luis Enrique) og skærasta stjarnan (Lionel Messi) talast ekki við þessa dagana. Sport segir frá því að hótanir og almenn leiðindi hafi einkennt samskipti Lionel Messi og Luis Enrique síðustu vikurnar og að Messi æfi nú ekki lengur með liðinu. Messi hefur æft einn frá tapinu á móti Real Sociedad um helgina og gefur upp þá ástæðu að hann sé slæmur í maganum. Luis Enrique trúir honum ekki og ætlaði samkvæmt heimildum Sport að refsa leikmanninum opinberlega fyrir að skrópa á æfingarnar. Fyrirliðarnir Xavi, Andres Iniesta og Sergio Busquet grátbáðu hinsvegar þjálfarann um að gera það ekki því það hefði þýtt algjörlega óbærilegt ástand innan hópsins. Mundo Deportivo, annað íþróttablað í Barcelona, slær því upp að sáttafundur í dag ráði öllu umframhaldið. Fyrirliðarnir þrír munu þar reyna að ræða við Messi og leita sátta í þessu máli. Ósætti Lionel Messi og Luis Enrique er risamál í Katalóníu en kannanir sýna þó að Barcelona-búar standa með Messi í þessu máli og 93 prósent telja að Messi fái það í gegn sem hann vill. Lionel Messi hefur skorað 23 mörk í 23 leikjum á þessu tímabili þar af 15 mörk í 17 leikjum í spænsku deildinni. Messi hefur byrjað alla leiki nema einn í spænsku deildinni, tapleikinn á Real Sociedad um síðustu helgi. Messi var með 7 mörk og 9 stoðsendingar í fyrstu átta leikjum Barcelona sem fékk í þeim 22 stig af 24 mögulegum. Messi hefur ekki gefið stoðsendingu í síðustu 9 leikjum en hefur skorað 8 mörk í þeim en þessi átta mörk komu öll í þremur leikjanna.Forsíða Sport-blaðsins í Barcelona í dag.
Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira