Enski boltinn

Kobe býður Gerrard velkominn til LA | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Kobe Bryant, leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers, er mikill fótboltaáhugamaður enda ólst kappinn upp á Ítalíu þar sem hann fékk fótboltabakteríuna.

Bryant er ánægður að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ætli að spila með liði LA Galaxy á næsta tímabili en hann notaði tækifærið og sendi kveðju á enska miðjumanninn.

Steven Gerrard mun skrifa undir átján mánaða samning við LA Galaxy þegar samingur hans við Liverpool rennur út en Gerrard mun byrja að spila með Galaxy -liðinu í júlí.

Kobe Bryant býður Gerrard velkominn til LA í myndbandi frá LA Galaxy en hann segist vera aðdáandi Gerrard og að vonist eftir að koma hans þýði að félagið vinni fleiri titla í næstu framtíð.

Það er hægt að sjá myndbandið með kveðju Kobe Bryant hér fyrir neðan en hann ætlar að mæta á leiki með Steven Gerrard hjá LA Galaxy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×