Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2015 19:00 Garðar Sigurvaldason, flugstjóri á sjúkraflugvél Mýflugs. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar. Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni, sem ríkti á flugvellinum. Það er ekki oft sem við sjáum flugvélarnar koma í aðflugi yfir Norðurmýri til lendingar á minnstu flugbrautinni, á flugmannamáli heitir hún 06/24. Fokker-vél Flugfélags Íslands var að koma frá Egilsstöðum með 47 farþega um borð en lendinguna má sjá hér í frétt Stöðvar 2. Það var reyndar allt ófært hjá Flugfélaginu fram til klukkan hálfellefu í morgun en eftir það var hægt að fljúga, með hjálp brautarinnar.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni í dag, braut 24.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórinn í Egilsstaðafluginu, Ragnar Arnarson, sagði eftir lendingu að það hafi verið eini kosturinn að nota braut 24 við þessar aðstæður, vindurinn hafi verið 36 hnútar og nánast þvert á braut 19, lengstu brautina. „Annars væri bara ófært. Við værum þá sennilega annaðhvort í Keflavík eða flugið bara stopp,“ sagði Ragnar. Það reyndar lægði inn á milli og þá gripu flugmenn lengstu brautina, norður/suður, en svo hvessti aftur og þá var það aftur litla brautin, einnig nefnd neyðarbrautin. Borgaryfirvöld vildu að þessari flugbraut yrði lokað fyrir rúmu ári, um þarsíðustu áramót. Hún er hins vegar enn í notkun, óvíst er raunar hve lengi, en í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá sjúkraflugvél nýta hana til flugtaks.Sjúkraflugvél Mýflugs að aka í flugtaksstöðu á neyðarbrautinni í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta var vél frá Mýflugi og dagurinn annasamur í sjúkrafluginu, að sögn flugstjórans, Garðars Sigurvaldasonar. Fyrsta sjúkraflugið var með tvo sjúklinga frá Egilsstöðum, sem reyndar voru að koma frá sjúkrahúsinu á Norðfirði. Þegar viðtalið var tekið voru Garðar og áhöfn hans að leggja í flug til Húsavíkur að sækja sjúkling sem fara átti í hjartaþræðingu í Reykjavík. Síðan var áformað að sækja sjúkling til Hornafjarðar, sem einnig þurfti að fara til Reykjavíkur. Eftir það biðu tveir sjúklingar til að komast heim til sín til Vestmannaeyja úr Reykjavík. Loks var fyrirhugað að fljúga til Akureyrar.Ragnar Arnarson, flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstjórarnir sjá báðir þörf fyrir litlu brautina. „Tvímælalaust. Hún virkar sem neyðarbraut þegar hægt er að fljúga inn á hana og veðrið er þannig,“ sagði Garðar. „Þetta er nauðsynlegt upp á þessa daga sem við erum með þessa suðvestanátt að gera, til þess að hægt sé að fljúga, þá tel ég hana algerlega nauðsynlega,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira