Enski boltinn

Hitað upp fyrir leiki dagsins | Myndband

21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með átta leikjum og er ljóst að það verður víða barist.

Sunderland tekur á móti Liverpool í hádegisleiknum en Steven Gerrard, fyrirliði síðarnefnda liðsins, tilkynnti í vikunni að hann muni ganga til liðs við LA Galaxy að tímabilinu loknu.

Chelsea og Manchester City eru hnífjöfn á toppi deildarinnar og bæði spila klukkan 15.00 er sex leikir hefjast.

Lokaleikur dagsins verður svo viðureign Lundúnarliðanna Crystal Palace og Tottenham.

Allt um leiki dagsins í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×