Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. september 2015 07:00 Hér er Arctic Sunrise í höfn á S-Spáni í júní síðastliðnum þegar Grænfriðungar tóku þátt í átakinu Umhverfið skiptir máli (The Environment Matters) í Sevilla. Í þessum mánuði hefur skipið skráð framferði olíufyrirtækja við hljóðsprengjuleit að olíu við norðurskautið. vísir/EPA Ísbrjótur Greenpeace, Arctic Sunrise, er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. „Við vorum aðeins fyrr á ferðinni en við ætluðum,“ segir Sune Scheller, leiðangursstjóri í heimsskautavernd Grænfriðunga, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir komu til Reykjavíkur á morgun, 16. september. Slæmt veður við Norðaustur-Grænland segir hann að hafi orðið til þess að haldið var fyrr af stað til Íslands en ráð hafði verið fyrir gert. „Við bíðum nú eftir því að fá stæði í höfninni, en köstuðum í millitíðinni akkerum hér, hinum megin við flóann frá Reykjavík.“ Við Grænland segir Sune að skipverjar hafi skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækis sem notist við hljóðbylgjur sem framkallaðar eru með gríðaröflugum loftbyssum til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum. Aðferðin, sem kölluð er „seismic blasting“, er sögð skaðleg öllum lífverum í hafinu, enda hávaðinn af hverri sprengingu gífurlegur. Skotið er á tíu sekúndna fresti, stanslaust sólarhringum saman og jafnvel mánuði í senn. Hávaðinn neðansjávar er sagður um 259 desibel, en það jafngildi 197,5 desibelum ofansjávar, eða viðlíka látum og áttföldum hávaða þotuhreyfils í flugtaki. Sársaukamörk mannfólks liggja við 125 desibel og hljóðhimnur geta rofnað við 140 til 150 desibel. Ofansjávar heyrist hins vegar lítið sem ekkert.Sune Scheller, leiðangursstjóri Norðurskautsverndar grænfriðunga.Mynd/GreenpeaceGreenpeace segir mikilvægt að fletta ofan af þessum rannsóknarháttum olíuleitarfyrirtækja sem viðhafðir séu í óbyggðum þar sem fáir veiti þessu athygli. Ljóst sé hins vegar að aðferðin geti stórskaðað og jafnvel drepið stór sjávardýr á borð við hvali, fyrir utan öll önnur áhrif. Sune segir að skipið verði í höfn í Reykjavík fram á sunnudag en þá verði haldið aftur heim til meginlands Evrópu í heimahöfn í Amsterdam í Hollandi. „Við ætlum hins vegar að bjóða fólki að skoða sig um í skipinu áður en við förum, líkast til á föstudaginn átjánda milli eitt og fimm síðdegis,“ segir hann og vonast eftir fjölmenni. Þar fyrir utan noti skipverjar stoppið í Reykjavík til hvíldar og til að sækja vistir áður en haldið verði heim.Alexander SkarsgårdVísir/EPAUm Arctic Sunrise Skipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í margvíslegum aðgerðum víða um heim, en öðlaðist hvað mesta frægð þegar Rússar handtóku skipverjana og skipið var kyrrsett í Múrmansk eftir aðgerðir skipvera til að mótmæla borun Rússa eftir gasi í Barentshafi haustið 2013. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að hluti þeirra reyndi að að klifra um borð rússneskan í olíuborpall. Skipinu var hins vegar ekki skilað fyrr en tæpu ári síðar. Á Twitter-síðu skipsins var í gær getraun um hvaða kvikmyndastjörnur væru gestir um borð, en ekki liggur fyrir um hverja er að ræða eða hvort fólkið staldri líka við í Reykjavík. Sune Scheller leiðangursstjóri sagðist ekki blanda sér í þessi mál en gerði ráð fyrir að upplýst yrði um gestina í dag. Á ensku var gefin vísbendingin um að um borð væru: „A vampire, a Yes Man and a page.“ [Viðbót 15.9.2015 kl. 09:10 - Upplýst hefur verið á Twitter síðu Arctic Sunrise að um borð hafi verið leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr Yes Men.] Tengdar fréttir Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. 15. september 2015 10:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ísbrjótur Greenpeace, Arctic Sunrise, er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. „Við vorum aðeins fyrr á ferðinni en við ætluðum,“ segir Sune Scheller, leiðangursstjóri í heimsskautavernd Grænfriðunga, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir komu til Reykjavíkur á morgun, 16. september. Slæmt veður við Norðaustur-Grænland segir hann að hafi orðið til þess að haldið var fyrr af stað til Íslands en ráð hafði verið fyrir gert. „Við bíðum nú eftir því að fá stæði í höfninni, en köstuðum í millitíðinni akkerum hér, hinum megin við flóann frá Reykjavík.“ Við Grænland segir Sune að skipverjar hafi skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækis sem notist við hljóðbylgjur sem framkallaðar eru með gríðaröflugum loftbyssum til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum. Aðferðin, sem kölluð er „seismic blasting“, er sögð skaðleg öllum lífverum í hafinu, enda hávaðinn af hverri sprengingu gífurlegur. Skotið er á tíu sekúndna fresti, stanslaust sólarhringum saman og jafnvel mánuði í senn. Hávaðinn neðansjávar er sagður um 259 desibel, en það jafngildi 197,5 desibelum ofansjávar, eða viðlíka látum og áttföldum hávaða þotuhreyfils í flugtaki. Sársaukamörk mannfólks liggja við 125 desibel og hljóðhimnur geta rofnað við 140 til 150 desibel. Ofansjávar heyrist hins vegar lítið sem ekkert.Sune Scheller, leiðangursstjóri Norðurskautsverndar grænfriðunga.Mynd/GreenpeaceGreenpeace segir mikilvægt að fletta ofan af þessum rannsóknarháttum olíuleitarfyrirtækja sem viðhafðir séu í óbyggðum þar sem fáir veiti þessu athygli. Ljóst sé hins vegar að aðferðin geti stórskaðað og jafnvel drepið stór sjávardýr á borð við hvali, fyrir utan öll önnur áhrif. Sune segir að skipið verði í höfn í Reykjavík fram á sunnudag en þá verði haldið aftur heim til meginlands Evrópu í heimahöfn í Amsterdam í Hollandi. „Við ætlum hins vegar að bjóða fólki að skoða sig um í skipinu áður en við förum, líkast til á föstudaginn átjánda milli eitt og fimm síðdegis,“ segir hann og vonast eftir fjölmenni. Þar fyrir utan noti skipverjar stoppið í Reykjavík til hvíldar og til að sækja vistir áður en haldið verði heim.Alexander SkarsgårdVísir/EPAUm Arctic Sunrise Skipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í margvíslegum aðgerðum víða um heim, en öðlaðist hvað mesta frægð þegar Rússar handtóku skipverjana og skipið var kyrrsett í Múrmansk eftir aðgerðir skipvera til að mótmæla borun Rússa eftir gasi í Barentshafi haustið 2013. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að hluti þeirra reyndi að að klifra um borð rússneskan í olíuborpall. Skipinu var hins vegar ekki skilað fyrr en tæpu ári síðar. Á Twitter-síðu skipsins var í gær getraun um hvaða kvikmyndastjörnur væru gestir um borð, en ekki liggur fyrir um hverja er að ræða eða hvort fólkið staldri líka við í Reykjavík. Sune Scheller leiðangursstjóri sagðist ekki blanda sér í þessi mál en gerði ráð fyrir að upplýst yrði um gestina í dag. Á ensku var gefin vísbendingin um að um borð væru: „A vampire, a Yes Man and a page.“ [Viðbót 15.9.2015 kl. 09:10 - Upplýst hefur verið á Twitter síðu Arctic Sunrise að um borð hafi verið leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr Yes Men.]
Tengdar fréttir Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. 15. september 2015 10:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. 15. september 2015 10:30