Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2015 10:30 Alexander Skarsgård hefur áður sótt Ísland heim og skellti sér meðal annars í Vesturbæjarlaugina í maí. Vísir/Getty Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder. Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder.
Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00
Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56
Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24