Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2015 10:30 Alexander Skarsgård hefur áður sótt Ísland heim og skellti sér meðal annars í Vesturbæjarlaugina í maí. Vísir/Getty Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder. Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Sjá meira
Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder.
Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Sjá meira
Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00
Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56
Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24