Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Ásgeir Erlendsson skrifar 5. maí 2015 21:45 Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira