Fótbolti

Gaman á Römblunni í gærkvöldi | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í 23. sinn í gær þegar liðið vann 1-0 útisigur á fráfarandi meisturum í Atlético Madrid.

Barcelona vann titilinn síðast 2013 en lenti í 2. sæti bæði 2012 og 2014. Börsungar unnu hann aftur á móti þrjú ár í röð frá 2009 til 2011.

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins á Vicente Calderón leikvanginum í gær og tryggði Barcelona þar með sjöunda meistaratitilinn síðan að Messi fór að spila með aðalliði félagsins.

Börsungar eru ekki hætti því þeir geta enn unnið þrennuna. Framundan er bikarúrslitaleikur á móti Athletic Bilbao og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti ítalska liðinu Juventus.

Stuðningsfólk Barcelona fjölmennti á Römbluna í gærkvöldi og fagnaði fyrsta titlinum á tímabilinu og það má sjá myndir af fögnuði þeirra hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Þrenna Ronaldo dugði skammt

Real Madrid þarf að horfa á eftir titlinum til Barcelona en Katalóníuliðið er búið að tryggja sér meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×