Fólk með lifrarbólgu C fær úrelt lyf í sparnaðarskyni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 2. maí 2015 19:15 Á Íslandi eru gefin lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C. Meðferðin er löng og erfið og notkun þeirra hefur í för með sér gríðarlegar aukaverkanir . Helgi V. Sverrisson formaður Félags lifrarsjúklinga segir að sjúklingar gangi í gegnum miklar þjáningar á lyfjakúrnum sé auk þess mjög langur, fólk missi stundum allt hárið og þurfi að vera rúmfast. Það kostar um það bil fimm til átta milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og svörunin er einungis á bilinu 50 til 70 prósent. Þróunin í lyfjaiðnaðinum er hröð og á tveimur árum hafa komið fram fern ný líftæknilyf, Sofusbuvir, Daklinza,Olysio og Harvonir. Þau hafa mun færri aukaverkanir og svörun við meðferð er um 95 prósent. Það kostar hins vegar um fimmtán milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og það er ástæða þess að þau eru ekki flutt til landsins. Þetta er ekki eina dæmið um að hópum með ákveðna sjúkdóma sé neitað um bestu fáanlegu meðferð, til að mynda eru nýleg dæmi um slíkt gagnvart krabbameinssjúkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu getur talsverður fjöldi sjúklinga ekki beðið lengur eftir nýju lifrarbólgulyfjunum. Þeir eru mjög veikir og svara ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Helgi V. Sverrisson segir ekkert um þetta að segja. Þetta sé veruleikinn, Ísland sé þriðja flokks ríki í heilbrigðismálum. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri segir að sérfræðingar spítalans telji rétt að nota þessi nýju lyf en sjúkratryggingar hafi forræði yfir málinu. Aðspurður hvort það eigi ekki að vera læknar sem forgangsraði í heilbrigðiskerfinu og ákveði hvort veita skuli meðferð sem getur verið spurning upp á líf og dauða segir Ólafur rétt að ítreka að að spítalinn telji rétt að veita bestu fáanlegu meðferð. Hann segir að það sé mjög umhugsunarvert hvernig staðið sé að þessum málum og það væri ákjósanlegt að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu væri á forræði lækna en ekki sjúkratrygginga. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Á Íslandi eru gefin lyfin Interferon og Ribavirin við lifrarbólgu C. Meðferðin er löng og erfið og notkun þeirra hefur í för með sér gríðarlegar aukaverkanir . Helgi V. Sverrisson formaður Félags lifrarsjúklinga segir að sjúklingar gangi í gegnum miklar þjáningar á lyfjakúrnum sé auk þess mjög langur, fólk missi stundum allt hárið og þurfi að vera rúmfast. Það kostar um það bil fimm til átta milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og svörunin er einungis á bilinu 50 til 70 prósent. Þróunin í lyfjaiðnaðinum er hröð og á tveimur árum hafa komið fram fern ný líftæknilyf, Sofusbuvir, Daklinza,Olysio og Harvonir. Þau hafa mun færri aukaverkanir og svörun við meðferð er um 95 prósent. Það kostar hins vegar um fimmtán milljónir að meðhöndla fólk með þessum lyfjum og það er ástæða þess að þau eru ekki flutt til landsins. Þetta er ekki eina dæmið um að hópum með ákveðna sjúkdóma sé neitað um bestu fáanlegu meðferð, til að mynda eru nýleg dæmi um slíkt gagnvart krabbameinssjúkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu getur talsverður fjöldi sjúklinga ekki beðið lengur eftir nýju lifrarbólgulyfjunum. Þeir eru mjög veikir og svara ekki meðferð með gömlu lyfjunum. Helgi V. Sverrisson segir ekkert um þetta að segja. Þetta sé veruleikinn, Ísland sé þriðja flokks ríki í heilbrigðismálum. Ólafur Baldursson lækningaforstjóri segir að sérfræðingar spítalans telji rétt að nota þessi nýju lyf en sjúkratryggingar hafi forræði yfir málinu. Aðspurður hvort það eigi ekki að vera læknar sem forgangsraði í heilbrigðiskerfinu og ákveði hvort veita skuli meðferð sem getur verið spurning upp á líf og dauða segir Ólafur rétt að ítreka að að spítalinn telji rétt að veita bestu fáanlegu meðferð. Hann segir að það sé mjög umhugsunarvert hvernig staðið sé að þessum málum og það væri ákjósanlegt að forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu væri á forræði lækna en ekki sjúkratrygginga.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira