Þráttað um árangurinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra á atkvæðaveiðum. Nordicphotos/AFP Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira