Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:00 Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira