Greiðir himinháan kostnað vegna túlkaþjónustu úr eigin vasa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:00 Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“ Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram á þriðjudag. Margir Íslendingar hafa fylgst með baráttu Snædísar Ránar sem er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf aðstoð túlks í öll samskipti og það hvort hún fær túlk eða ekki hefur úrslitaáhrif hvað hún gerir frá degi til dags. Snædís Rán er bjartsýn á að niðurstöður málsins muni breyta miklu hverjar sem þær verða, því þótt hún kynni að tapa þá yrði almenningi málið betur ljóst þar sem ýmislegt kemur fram sem annars hefði verið á vitorði fárra. „Mér fannst ganga ágætlega, það hefur ýmislegt komið í ljós sem hefði kannski ekki orðið lýðum ljóst að öðrum kosti. Ég veit ekkert um lögfræðilegar líkur á að vinna, ég veit að hver sem niðurstaðan verður þá á hún eftir að breyta miklu. Ef að ég tapa þá þarf að breyta lögunum, og ef að ég sigra þá verður þjónustan endurbætt.“ Snædís Rán hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa. Hún hefur þó gert það tilneydd en kostnaður vegna þriggja klukkutíma fundar var fimmtíu þúsund krónur. Kostnaðurinn er hærri en alla jafna því fötlunar sinnar vegna þarf hún fleiri en einn túlk, Snertitáknmálstúlkun fylgir meira álag en eiginleg táknmálstúlkun. „Rétt, þetta er ekki ódýrt, ég nota oft tvo eða fleiri túlka, þar sem það fylgir því fylgir meira líkamlegt og andlegt álag að túlka með snertitáknmálstúlkun en eiginlegri.“ Snædís Rán situr í stjórn Fjólu, félags fólks með samþætta sjón -og heyrnarskerðingu. Hún komst ekki á stjórnarfund í mánuðinum vegna þess að hún fékk ekki túlk og þá er óvíst um skipulagningu dagsskrár á 27. júní sem er alþjóðlegur baráttudagur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðing. Dagurinn er fæðingardagur Helen Keller. „Hún var mikil baráttukona fyrir réttindum daufdumbra einstaklinga. Já, svo er ég ekkert að leita að einhverju að gera. Af því að ég veit að ég fæ auðvitað ekki túlk.“ Snædís bíður eftir því að dómur verði kveðinn upp. Eftir það getur hún ákveðið hvað skal gera næst, hvort það verður barátta fyrir lagabreytingum eða þátttaka í endurbótum á þjónustunni. Hvort tveggja gæti komið til. Hún óskar þess helst að þjónustan falli í réttar skorður. En pabbi hennar stingur upp á að fari hún með sigur fái hún sér kampavín. „Já, ég fékk kampavín í útskriftargjöf, sem ég vil gjarnan fá mér!“
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira