Pep Guardiola þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen segir ekkert hæft í því hann sé á eftir miðverðinum Raphael Varane hjá Real Madrid.
Spænska dagblaðið Marca segir þennan fyrrum stjóra Barcelona renna hýru auga til Varane en hann hefur mátt þola að sitja mikið á bekknum hjá spænska stórliðinu undtir stjórn Carlo Ancelotti.
„Blaðið sagði einnig að Matthias Sammer íþróttastjóri væri á leið til Sevilla en hann framlengdi samning sinn í sumar,“ sagði Guardiola þegar hann var spurður út í sögusagnirnar.
„Marca er ekki með númerið mitt en það er kannski með númerið hjá Jorge Mendes (umboðsmanni). Auðvitað er þetta rangt.“
Guardiola segist ekki á eftir Varane
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn