Reus hefði getað tvöfaldað launin sín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 17:30 Vísir/Getty Marco Reus hefði getað tvöfaldað laun sín hjá einu af stærstu félögum Evrópu en valdi þess í stað að vera um kyrrt hjá Dortmund í Þýskalandi. Þetta segir Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, í samtali við þýska fjölmiðla. Fullyrt er að Reus hafi verið undir smásjá liða eins og Bayern München, Real Madrid, Chelsea, Manchester United og Manchester City. Reus skrifaði fyrr í vikunni undir nýjan samning við Dortmund sem gildir til 2019. Þrátt fyrir að félagið sé nú í fallsæti í þýsku úrvalsdeildinni með aðeins nítján stig að loknum 20 umferðum. „Þetta er hálfgalin saga og í raun stórmerkileg. Hann hefði getað tvöfaldað launin sín hjá öðru félagi,“ sagði Watzke. „En hann valdi að halda tryggð við Dortmund. Það hefði reynst mjög erfitt fyrir Marco að fara frá félaginu og flytja frá borginni. Það gerði útslagið að lokum.“ Reus sér fyrir sér að vera áfram hjá Dortmund þar til að ferlinum lýkur. „Þetta var mikilvæg ákvörðun fyrir mitt líf. Þess vegna tók þetta svo langan tíma,“ sagði Reus sem er uppalinn hjá Dortmund. Hann lék þó með Rot Weiss Ahlen í neðri deildunum á táningsárum sínum og svo Gladbach frá 2009 til 2012, er hann sneri aftur til Dortmund. „Þegar ég kom aftur þá sagðist ég vera með ákveðnar áætlanir í huga fyrir mig og félagið. Ég stend við það sem ég sagði þá. Maður stendur við sitt í blíðu og stríðu.“ Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Marco Reus hefði getað tvöfaldað laun sín hjá einu af stærstu félögum Evrópu en valdi þess í stað að vera um kyrrt hjá Dortmund í Þýskalandi. Þetta segir Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, í samtali við þýska fjölmiðla. Fullyrt er að Reus hafi verið undir smásjá liða eins og Bayern München, Real Madrid, Chelsea, Manchester United og Manchester City. Reus skrifaði fyrr í vikunni undir nýjan samning við Dortmund sem gildir til 2019. Þrátt fyrir að félagið sé nú í fallsæti í þýsku úrvalsdeildinni með aðeins nítján stig að loknum 20 umferðum. „Þetta er hálfgalin saga og í raun stórmerkileg. Hann hefði getað tvöfaldað launin sín hjá öðru félagi,“ sagði Watzke. „En hann valdi að halda tryggð við Dortmund. Það hefði reynst mjög erfitt fyrir Marco að fara frá félaginu og flytja frá borginni. Það gerði útslagið að lokum.“ Reus sér fyrir sér að vera áfram hjá Dortmund þar til að ferlinum lýkur. „Þetta var mikilvæg ákvörðun fyrir mitt líf. Þess vegna tók þetta svo langan tíma,“ sagði Reus sem er uppalinn hjá Dortmund. Hann lék þó með Rot Weiss Ahlen í neðri deildunum á táningsárum sínum og svo Gladbach frá 2009 til 2012, er hann sneri aftur til Dortmund. „Þegar ég kom aftur þá sagðist ég vera með ákveðnar áætlanir í huga fyrir mig og félagið. Ég stend við það sem ég sagði þá. Maður stendur við sitt í blíðu og stríðu.“
Þýski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira