„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:46 Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Stefán „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“ Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira