Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. september 2015 07:00 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15
Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45