Kári Árna: Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. september 2015 07:00 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Kári Árnason mun spila með Malmö í Meistaradeild Evrópu í vetur eftir frækinn sigur á Celtic í forkeppninni. Fyrir þremur árum gekk Kári til liðs við Rotherham í ensku D-deildinni en nú er Zlatan á leið í heimsókn. „Þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir Kári léttur um vistaskiptin. „Það var ákveðin áhætta að fara aftur í sænsku deildina en þetta er stórt lið í henni, voru í Evrópukeppni í fyrra, og vonuðust til að styrkja sig til að komast aftur þangað.“Ronaldo, Bale og Zlatan Malmö dróst í riðil með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk. Á dagskrá eru því einvígi Kára við Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og sjálfan Zlatan sem ólst einmitt upp í Malmö. Þar steig hann sín fyrstu spor með meistaraflokki áður en hann hélt til Ajax. „Þeir eru alveg vitlausir í Zlatan þarna. Það verður athyglisvert,“ segir Kári. Hann ber þó fjölmiðlamönnum í Svíþjóð ekki vel söguna. „Mér finnst þeir óttalega leiðinlegir fjölmiðlarnir í Svíþjóð. Þeir eru rosalega krítískir, finna einhver eftirlæti sem þeim finnst frábær en rakka yfir aðra. Ég hef séð á leikmönnum sumra liða að þeir eru ekki sjón að sjá eftir að hafa fengið útreið,“ segir Kári. Það þýði þó ekkert að pæla í því enda geri hann það ekki. Þegar hann spilaði með Djurgården fyrir áratug var það þó þannig.Reynslubolti í Malmö „Ég hef ekkert fylgst með því síðan ég var þarna í gamla daga.Svo heyrir maður bara frá strákunum hvernig þeir tala um ákveðna einstaklinga,“ segir Kári sem verður 33 ára í október. Sannarlega reynslubolti enda þriðji elsti leikmaður liðsins.„Þetta er mjög ungt lið og ekkert voðalega gaman að það sé hraunað yfir þá, sagt að þeir séu lélegir í fótbolta í staðinn fyrir að átta sig á því að um einn lélegan leik hafi verið að ræða.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15 Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum "Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. 31. ágúst 2015 20:15
Lars hikaði ekki við að skjóta aðeins á Aron Einar Það fer vel á með landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck og landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Svíinn tók því ekkert illa upp þótt að Aron Einar reyndi að stelast aðeins inn í viðtal Vísis við Lagerbäck í gær. 31. ágúst 2015 22:45