Engin draumastaða að mæta Robben einn gegn einum Kolbeinn Tumi Daðason og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 31. ágúst 2015 20:15 Kári í leik með Malmö gegn Celtic í Glasgow á dögunum. Vísir/Getty „Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Eitt stig eru góð úrslit fyrir fram en að sjálfsögðu spilum við leikinn til að ná í þrjú,“ segir Kári Árnason miðvörður karlalandsliðsins í knattspyrnu. Kári verður væntanlega á sínum stað í hjarta varnarinnar líkt og í fyrri leiknum sem vannst 2-0 eins og frægt er orðið. „Við héldum þeim algjörlega í skefjum og marktækifæri þeirra voru minniháttar. Við vorum mjög ánægðir með þann leik enda varla annað hægt - þetta var einn af stærri leikjum íslensku þjóðarinnar.“ Kári segir íslenska liðið munu leggja upp með sama varnarleik og skipulag. Agaðan leik en svo geti frábærir einstaklingar innanborðs skapað hluti fram á við. Leikurinn verði vafalítið öðruvísi enda hollenska liðið með nýjan þjálfara. Miðvörðurinn hafi engu að síður trú á að góð úrslit náist.Bakverðirnir sterkir gegn stjörnum Hollands Valinn maður er í hverju rúmi hjá hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Inn á milli má finna menn í hæsta gæðaflokki. Menn eins og Arjen Robben og Memphis Depay. „Okkar bakverðir lentu nokkrum sinnum einn á einn gegn þessum mönnum en leystu það mjög vel,“ segir Kári um baráttuna í fyrri leiknum. „Það er kannski ekki draumaaðstaða að mæta Robben einn á einn. Við erum góð eining og hjálpum hvor öðrum eins og við getum.“Engar áhyggjur marki undir Ísland vann 2-1 sigur á Tékkum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni í júní. Liðið lenti undir í síðari hálfleik en sneri leiknum sér í vil og hirti stigin þrjú. „Þegar þú ert að spila í liði sem hefur ekki áhyggjur þótt það fái á sig mark, þá veistu að þú ert að spila í góðu liði. Í þeim leik hafði ég engar áhyggjur af því að við myndum ekki koma til baka.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira