Netanyahu gagnrýnir viðræður Bandaríkjanna við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2015 16:44 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA „Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
„Leiðtogar Bandaríkjanna hafa áhyggjur af öryggi ríkisins. Leiðtogar Ísrael hafa áhyggjur af því að ríkið lifi af.“ Þetta sagði Benjamn Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þar sem hann hélt ræðu í Bandaríkjunum í dag. Forsætisráðherrann mun einnig halda ræðu í fulltrúadeild þingsins þar í landi á morgun. Repúblikanar fengu Netanyahu til Bandaríkjanna, án þess að Barack Obama, forseti, kæmi að þeirra ákvörðun. Þeir hafa deilt undanfarin misseri um samningaviðræður Bandaríkjanna og Íran um kjarnorkuþróun Íran. Netanyahu sagði heimsókn sína ekki vera til að koma höggi á Obama, en hann sagði forsetann ekki skilja þær áhyggjur sem Ísraelar hafa af þróun mála í Íran. „Ég hef siðferðilega skyldu til að ræða þessa hættu á meðan enn er tími til að koma í veg fyrir hana,“ sagði Netanyahu samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsætisráðherrann sagði að þrátt fyrir allt væri samband Bandaríkjanna og Ísrael sterkt. „Fregnir af vandræðum í sambandi Ísrael og Bandaríkjanna eru ekki einungis ótímabærar. Þær eru einfaldlega rangar. Bandalag okkar er sterkara en áður.“ Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, hélt eining ræðu en hún sagði að þrátt fyrir viðræður Bandaríkjanna og Íran, væri Obama staðráðinn í að koma í veg fyrir að Íran kæmi upp kjarnorkuvopnum. „Ef viðræður mistakast, þekkjum við hætturnar af því að Íran búi yfir kjarnorkuvopnum. Við munum ekki leyfa því að gerast.“ Viðræður á milli Bandaríkjanna og Íran hafa staðið yfir síðustu mánuði og nýverið var kynnt að árangur hefði náðst. Sá árangur sneri að því að Íran myndi setja áætlanir sínar á ís í tíu ár, en að á seinni árum samningsins gæti Íran hraðað vinnu sinni. Netanyahu segir það ekki ásættanlegt og hefur gefið í skyn að Bandaríkin hafi gefist upp á að koma í veg fyrir að Íran öðlist kjarnorkuvopn.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira