Helgi Hörður Jónsson, fyrrverandi varafréttastjóri Ríkissjónvarpsins, er látinn 72 ára að aldri.
Í frétt RÚV segir að Helgi hafi verið blaðamaður á dagblaðinu Tímanum 1973 til 76. Þá hafi hann hafið störf sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu sem var starfsvettvangur hans nánast óslitið síðan.
„Helgi varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu fréttastjóra. Jafnhliða þeim störfum vann hann að gerð margra útvarps- og sjónvarpsþátta. Helgi H. Jónsson lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2007,“ segir í fréttinni.
Helgi H. Jónsson látinn
Atli Ísleifsson skrifar
