Fótbolti

QPR og Lille áhugasöm um Kolbein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Kolbeinn á förum frá Ajax?
Er Kolbeinn á förum frá Ajax? Vísir/Getty
QPR og Lille eru sögð áhugasöm um að klófesta íslenska landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson. Einnig er talið að eitt þýsk félag sé einnig á eftir Kolbeini.

QPR sem er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Lille sem er í þrettánda sæti í þeirri frönsku vilja styrkja framlínustöður sínar í janúar-glugganum og vilja því klófesta Kolbein.

Frank de Boer, stjóri Kolbeins hjá Ajax, sagði hins vegar í viðtali við fjölmiðla á dögunum að hann vonaðist til að Kolbeinn myndi klára samning sinn hjá Ajax. Hann rennur út sumarið 2016.

Kolbeinn, sem er að jafna sig af meiðslum, mun ferðast með Ajax til Katar á morgun þar sem liðið undirbýr sig fyrir síðari hlutann í hollensku deildinni. Þar mun liðið meðal annars mæta Schalke í æfingarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×