Obama hafnar Keystone XL olíuleiðslunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Rör sem staflað hefur verið upp og átti að nota í olíuleiðslu milli Nebraska og Alberta. Fréttablaðið/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. Ef olíuleiðslan yrði lögð myndi hún vera um 1.900 km á lengd og hefði getu til að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska.Barack Obama segir Keystone ekki örva Bandarískan hagvöxt.Umræðan um lagningu leiðslunnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og umhverfisverndarsamtök þar í landi telja lagningu hennar geta valdið gríðarlegu umhverfistjóni. Obama sagði í ræðu sinni að ólíklegt væri að leiðslan myndi hafa mikil áhrif á bandarískan efnahag. „Á meðan stjórnmálamenn voru að rífast um það hvort olíuleiðslan myndi lækka eldsneytiskostnað og skapa störf tókum við frumkvæðið og lækkuðum eldsneytiskostnað og sköpuðum fleiri störf,“ sagði hann.Justin Trudeau hefur stutt við Keystone framkvæmdirnar.Fyrirtækið TransCanada hefur barist fyrir lagningu leiðslunnar undanfarin ár. TransCanada, sem hefur hingað til lagt hart að bandarískum yfirvöldum, dró umsókn sína um lagningu leiðslunnar óvænt til baka en grunur lék á að Obama myndi hafna umsókninni. Justin Trudeau, sem nýlega tók sæti forsætisráðherra Kanada, hefur verið stuðningsmaður olíuleiðslunnar en hann hefur ekki tjáð sig um málið eftir að hann sór embættiseið á miðvikudaginn.Stephane Dion, utanríkisráðherra Kanada, sagði á fimmtudaginn að ríkisstjórnin styddi Keystone XL en myndi ekki hætta á að spilla samskiptum sínum við Bandaríkin vegna þessa. Ákvörðun Obama þykir skipta máli í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í París í lok mánaðar. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hafna beiðni um lagningu Keystone XL olíuleiðslunnar frá Alberta í Kanada til Nebraska. Ef olíuleiðslan yrði lögð myndi hún vera um 1.900 km á lengd og hefði getu til að flytja um 800 þúsund tunnur af olíu til Nebraska.Barack Obama segir Keystone ekki örva Bandarískan hagvöxt.Umræðan um lagningu leiðslunnar hefur verið mikið bitbein í bandarískum stjórnmálum og umhverfisverndarsamtök þar í landi telja lagningu hennar geta valdið gríðarlegu umhverfistjóni. Obama sagði í ræðu sinni að ólíklegt væri að leiðslan myndi hafa mikil áhrif á bandarískan efnahag. „Á meðan stjórnmálamenn voru að rífast um það hvort olíuleiðslan myndi lækka eldsneytiskostnað og skapa störf tókum við frumkvæðið og lækkuðum eldsneytiskostnað og sköpuðum fleiri störf,“ sagði hann.Justin Trudeau hefur stutt við Keystone framkvæmdirnar.Fyrirtækið TransCanada hefur barist fyrir lagningu leiðslunnar undanfarin ár. TransCanada, sem hefur hingað til lagt hart að bandarískum yfirvöldum, dró umsókn sína um lagningu leiðslunnar óvænt til baka en grunur lék á að Obama myndi hafna umsókninni. Justin Trudeau, sem nýlega tók sæti forsætisráðherra Kanada, hefur verið stuðningsmaður olíuleiðslunnar en hann hefur ekki tjáð sig um málið eftir að hann sór embættiseið á miðvikudaginn.Stephane Dion, utanríkisráðherra Kanada, sagði á fimmtudaginn að ríkisstjórnin styddi Keystone XL en myndi ekki hætta á að spilla samskiptum sínum við Bandaríkin vegna þessa. Ákvörðun Obama þykir skipta máli í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar sem haldin verður í París í lok mánaðar.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira