Þetta getur verið algjör gildra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Anton Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Ísland leikur sinn fyrsta útileik í undankeppni EM 2017 í dag er stelpurnar okkar mæta Makedóníu í Skopje. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum, 2-0 gegn Hvíta-Rússlandi, í síðasta mánuði en hefur ekki efni á því að slá af í dag. „Þetta getur verið algjör gildra,“ sagði Freyr Alexandersson við Fréttablaðið í gær. „Ísland hefur á síðustu árum tapað dýrmætum útivallarstigum gegn liðum sem hefur reynst dýrkeypt, svo sem gegn Slóveníu og Belgíu.“ Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppninni og kemst beint á EM með því að vinna riðilinn. Útivallarstigin eru því afar dýrmæt.Ættu ekki að komast í hóp „Þessi leikur snýst um okkur og hvernig við munum spila,“ segir Freyr. „Natasia Andonova, sem spilar með Söru Björk [Gunnarsdóttur] hjá Rosengård í Svíþjóð er gríðarlega öflugur leikmaður en aðrir leikmenn í landsliði Makedóníu ættu ekki að komast í hóp hjá okkur. Hugarfarið þarf því að vera í lagi.“ Freyr segir að ferðalagið til Makedóníu hafi gengið að mestu leyti vel, sem og æfingar fyrir leikinn. „Það hafa verið einhverjir hnökrar eins og gengur og gerist á löngu ferðalagi og þegar maður kemur í aðra menningu. En heilt yfir er ég ánægður,“ segir Freyr sem heldur með lið sitt til Slóveníu eftir leikinn. Þar á Ísland leik á mánudag.Reiknar ekki með Hólmfríði Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem báðar spila í Noregi, hafa verið að glíma við meiðsli en Freyr reiknar ekki með því að sú fyrrnefnda nái leiknum í dag. „Miðað við hvernig henni leið á æfingunni [í gær] þyrftu hlutirnir að gerast ansi hratt hjá henni til að hún næði leiknum,“ segir Freyr en Hólmfríður á 99 landsleiki að baki. „Hún vill auðvitað ná hundraðasta leiknum sínum en það borgar sig í svona aðstæðum að sýna skynsemi. Ég vil að mínir leikmenn séu heilir,“ segir Freyr og bætir við að líklegt sé að hún nái leiknum í Slóveníu á mánudag. Guðbjörg hefur verið að glíma við meiðsli í öxl en kenndi sér ekki meins á æfingunni í gær. „Það hefur verið mikið álag á henni en hún er nú komin í gang og ég reikna með henni í dag.“ Makedónía er að spila sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag en hann hefst klukkan 11.30 að íslenskum tíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30 Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Hólmfríður líklega ekki með á morgun Þarf líklega að bíða eftir því að spila sinn 100. landsleik á ferlinum. 21. október 2015 14:30
Sara Björk: Svíavæll í Guggu Stelpurnar okkar mæta Makedóníu í undankeppni EM 2017 ytra á morgun. 21. október 2015 13:30