Neyðarástand í Þjóðleikhúsinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. ágúst 2015 08:00 Leikarar Þjóðleikhússins hafa hafið æfingar fyrir leikhúsveturinn en myndin er frá æfingum á verkinu Heimkoman eftir Harold Pinter. Þeir hafa ekki möguleika á að fá vinnu í öðru leikhúsi fyrr en á næsta leikári. vísir/vilhelm Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Leikarar Þjóðleikhússins fá um 20 prósent minni tekjur en leikarar í Borgarleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, segir að hvorki samninganefnd ríkisins né gerðardómur hafi tekið tillit til sérþarfa leikara við Þjóðleikhúsið. „Ég bað ítrekað um fundi með samninganefnd ríkisins til að fara yfir málefni Þjóðleikhússins sérstaklega. Það eru alls konar vandamál sem þarf að leysa þar og svo er uppi þessa sérstaka staða að Þjóðleikhúsið hefur dregist svo langt aftur úr. En ég fékk ekki fund með þeim,“ segir hún. Gerðardómi hafi síðan verið skylt að hafa aðra kjarasamninga sambærilegra stétta til hliðsjónar.„Þetta eru nákvæmlega sömu störf“ Það var sterk krafa frá BHM að gerðardómur myndi hitta félögin og fara vel yfir þær sérkröfur sem félögin höfðu sent gerðardómi. „Til grundvallar eru til tveir aðrir samningar við leikara í landinu. Það er annars vegar við Borgarleikhúsið og hins vegar Leikfélag Akureyrar,“ segir Birna.Sjá einnig:Menn hlæja að mér fyrir að fara í Þjóðleikhúsið „[Samningarnir] gætu ekki verið sambærilegri. Þetta eru nákvæmlega sömu störf. En það var bara ekki gert.“ Birna segir að nú séu hendur leikara bundnar og ef ekkert gerist búist hún við hópuppsögnum. „Mér finnst ótrúlegt að búa í nútímaþjóðfélagi þar sem yfirvöld geta gengið fram með þeim hætti að setja lög á verkföll. Næstu tvö og hálft árið þá mega þjóðleikhúsleikarar ekki fara í verkföll. Það er búið að afnema frelsi fólks til að leggja niður vinnu og frelsi fólks til að geta unnið sér fyrir mannsæmandi launum.“ Hún horfir til fjármögnunar stofnanasamnings Þjóðleikhússins sem mögulegrar lausnar til að rétta af kjör leikara Þjóðleikhússins.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri„Þetta er neyðarástand,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. „Og maður verður að bregðast við því eins hratt og eins vel og hægt er. Þetta er ekki spurning hvort ég vilji bregðast við heldur verð ég að bregðast við.“ Ari segir að enn sem komið er hafi enginn sagt upp en ef fjármögnun leikhússins breytist ekki geri hann ráð fyrir uppsögnum. „Það er ljóst að leikarar sætta sig ekki við að vera á tuttugu prósent lægri launum en aðrir leikarar í landinu. Það hefur enginn formlega sagt upp en fólk hefur velt fyrir sér hvaða úrræði eru í boði.“Alveg fráleitt Ari segir að lítið svigrúm sé innan stofnanasamningsins til að laga ástandið en með viðunandi fjármögnun eru þeir eina verkfærið til að bæta launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Ég hef óskað eftir atbeina fjármálaráðuneytisins og biðlað til þess um að liðsinna okkur í þessu. Þjóðleikhúsið hefur orðið fyrir þriðjungs niðurskurði á síðustu árum og fær mörg hundruð milljónum króna lægra fjármagn heldur en Borgarleikhúsið.“ Hann vonast til að ráðuneytið og fjárlaganefnd aðstoði við að lagfæra launakjör leikara Þjóðleikhússins. „Þetta er alveg fráleitt, að einhverjir bestu leikarar þjóðarinnar sem margir vinna í Þjóðleikhúsinu vinni fyrir tuttugu prósent lægri launum en leikarar í öðrum leikhúsum. Það er réttlætis- og sanngirnismál að laga þetta.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira