Dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2015 15:00 Oleg Sentsov í dómssal í dag. Vísir/AFP Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Úkraínski kvikmyndagerðamaðurinn Oleg Sentsov var í dag dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Rússlandi. Hann var dæmdur af herdómstól fyrir að skipuleggja hryðjuverk á Krímskaga. Sentsov var handtekinn á mótmælum gegn innlimun Rússa á Krímskaga í maí, tveimur mánuðum eftir innlimunina. Annar Úkraínumaður, Alexander Kolchenko, var einnig dæmdur á sama tíma. Eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp sungu þeir þjóðsöng Úkraínu, eins og sjá má hér að neðan. Báðir voru þeir dæmdir til fangelsisvistar í hámarksöryggisfangelsi, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS. Á vef BBC segir að Sentsov hafi ávalt neitað ásökununum í sinn garð. Hann er sakaður um að hafa unnið að uppbyggingu hryðjuverka og sagður hafa komið að tveimur tilraunum til íkveikju í borginni Simferopol á Krímskaga eftir skipun frá öfgasamtökunum Right Sector. Yfirvöld í Kænugarði segja að verið sé að refsa Sentsov fyrir að vera mótfallinn innlimun Rússlands á Krímskaga. Rússar þverneita fyrir að Sentsov sé pólitískur fangi. Sjálfur neitar Sentsov að virða réttmæti dómstólsins og segir að hann hafi verið barinn ítrekað í fangelsi. Það hafi verið tilraun til að fá hann til að játa. Lögmaður hans segir að þær kröfur hafi ekki verið rannsakaðar. Hann segir að því hafi verið haldið fram að hann hafi sjálfur veitt sér áverka og að hann væri masókisti. Þar að auki segir Guardian frá því að helsta vitni ákæruvaldsins hafi dregið sögu sína til baka fyrir dómi. Sá sagði að hann hefði verið þvingaður með pyntingu til að koma sök á Sentsov. Lögmenn Sentsov og Kolchenko áttu þó ekki von á öðru en að skjólstæðingar sínir yrðu sakfelldir. Þeir segja helstu von þeirra vera fangaskipti á milli Rússlands og Úkraínu, þar sem rússneskum hermönnum sem eru í haldi úkraínska hersins og voru fangaðir í austurhluta Úkraínu, yrði sleppt í staðinn. Þó ætla þeir að áfrýja úrskurðinum.Sjá einnig: Eistneskur lögreglumaður dæmdur til þrælkunarvinnu í Rússlandi. Bandaríkin hafa haldið því fram að Sentsov og aðrir Úkraínumenn í haldi Rússa séu einfaldlega gíslar og ekki fangar. Þar á meðal er Nadiya Savchenko sem er flugmaður. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo blaðamenn í austurhluta Úkraínu. Hún hefur verið sökuð um að hafa bent stórskotaliði á blaðamenninna tvo sem urðu fyrir sprengjuvörpuskoti. Þeir féllu þó tveimur tímum eftir að hún var handsömuð af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu, sem færðu hana í hendur Rússa. Evrópskir kvikmyndagerðamen hafa komið af undirskriftarlista þar sem farið er fram á að Sentsov verði sleppt úr haldi. Meðal þeirra sem hafa skrifað undir eru Mike Leigh, Ken Loach og Agnieszka Holland. Þar að auki hafa hafa kvikmyndagerðarmenn í Rússland lýst yfir efasemdum um málið. Þar á meðal er rússneski leikstjórinn Nikita Mikhalkov. Kveðja frá Petro Poroshenko, forseta Úkraínu, til Oleg Sentsov. Згоден зі словами Олега Сенцова - суд окупантів не може бути справедливим за визначенням.Тримайся, Олеже. Прийде час, і ті, хто організував над тобою судилище, самі опиняться на лаві підсудних!Posted by Петро Порошенко on Tuesday, August 25, 2015
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira