Nemendur í Salaskóla ná árangri með Byrjendalæsi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 19:45 Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já! Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Árangur nemenda hefur ekki alls staðar versnað með aðferðum byrjendalæsis og börn í Salaskóla koma til dæmis betur út úr samræmdum prófum eftir að þær voru teknar upp. Í fréttum Stöðvar 2 litum við inn í skólastofu í Salaskóla. Þegar fréttamann bar að sátu nemendur við mismunandi starfsstöðvar. Nokkrir nemendur léku sér í sérstökum stafakubbaleik sem þeir virtust hafa gaman af, aðrir tóku tímann á lestri hvers annars, þá dunduðu aðrir að skrifa sögu og enn aðrir sátu í þægilegu lestrarhorni og lásu bækur. Í kennslurýminu var auðséð að áherslan er rík á lestur og mikið af bókum, spilum og leikjum sem tengjast viðfangsefninu í því.Kennarar í Salaskóla eru ánægðir með ByrjendalæsiUnnið með heildina og allir virkir Sigríður Bragadóttir er leiðtogi byrjendalæsis í skólanum, hún og Sigríður Gylfadóttir umsjónarkennari nemenda í öðrum bekk skólans útskýrðu í hverju byrjendalæsi felst og hvers vegna svo góður árangur hefur náðst. „Það er kannski út frá því að við byrjum á heildinni. Við erum með bók vikunnar sem er nokkurs konar ævintýraheimur sem við kynnum fyrir börnunum. Í þessum ævintýraheimi er ákveðinn orðaforði sem við vekjum athygli á.“ „Þegar við erum komin inn í þennan ævintýra heim þá vinnum við með smærri einingar málsins, hljóðin og tengingar. Þegar við erum búin að vinna með það á skilvirkan hátt þá förum við aftur í heildina og vinnum áfram með ritun og tjáningu, til dæmis að skoða hvað gerist fyrst, næst og í lokin. Það sem er sniðugt við þetta er að það geta allir verið virkir, læsir krakkar geta skrifað hvað gerist í upphafi á meðan þeir sem eru ekki komnir af stað geta teiknað hvað gerist í sögunni.“ Sigríður Gylfadóttir kennari barnanna tekur undir þetta og segir starfið fyrst og fremst fjölbreytt. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, við opnum alltaf með bók vikunnar og þá vinnum við út frá spilum og leikjum, þannig að fjölbreytt verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“Samræmd próf ekki algilt mælitæki Þótt að árangur af samræmdum prófum í Salaskóla hafi batnað, benda þær báðar á að prófin séu ekki algilt mælitæki. „Nei því miður, en með þessari aðferð fáum við miklu fjölbreyttari vinnu, við fáum krakkana með okkur alveg sama hvar þeir eru staddir í lestri.“Og krakkarnir sjálfir, hvað segja þeir. Er gaman að lesa? Það stendur ekki á svari og þau hrópa öll í kór: Já!
Tengdar fréttir Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00 Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Allt í ólestri Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. 25. ágúst 2015 07:00
Byrjendalæsi: "Ályktanir minnisblaðsins nánast marklausar“ Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sem þróaði Byrjendalæsi gagnrýnir vinnubrögð Menntamálastofnunar 21. ágúst 2015 11:30
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá "einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar vegna Byrjendalæsis. 20. ágúst 2015 15:54