Tugir létu lífið í flóttamannabúðum Guðsteinn Bjarnason og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 31. mars 2015 08:15 Íbúar höfuðborgarinnar Sana efndu til mótmæla í gær gegn loftárásum Sádi-Araba. fréttablaðið/EPA Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Að minnsta kosti 45 almennir borgarar fórust í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Jemen í gær þegar loftárás var gerð á búðirnar. Tugir til viðbótar særðust, þar af 25 alvarlega. Sádi-Arabía hefur haft forystu um loftárásir á svæði, sem uppreisnarmenn húta hafa haft á valdi sínu. Fleiri nágrannaríki hafa tekið þátt í loftárásunum, sem gerðar hafa verið daglega síðan á fimmtudag. Óttast er að loftárásirnar geti jafnvel orðið upphafið að styrjöld milli Sádi-Arabíu og Írans, þar sem Íranar hafa veitt uppreisnarhópi húta stuðning gegn stjórninni í Sana. Hútar hafa einnig haft stuðning frá hermönnum hliðhollum Ali Abdúllah Saleh, fyrrverandi forseta landsins, en hann hrökklaðist frá völdum árið 2012 eftir hatrömm mótmæli. Hann hefur kallað eftir vopnahléi á milli stríðandi fylkinga. Átök hafa stigmagnast á svæðinu síðustu daga og svo virðist sem hútar sæki fast í átt að landamærum Sádi-Arabíu. Hart var barist í og við hafnarborgina Aden í Jemen í fyrradag og í fyrrinótt þar sem uppreisnarsveitir húta reyndu að ráðast inn í borgina norðanverða. Al Mazrak-flóttamannabúðirnar eru í Hajja-héraði. Þær hafa síðan árið 2009 hýst Jemena á flótta vegna átaka á milli húta og stjórnarinnar í Sana. Fjöldi manna hefur hrakist á vergang vegna árásanna og að sögn Paolo Marco, talsmanns samtakanna Lækna án landamæra sem hafa séð þar um heilbrigðisþjónustu, bættust um fimm hundruð fjölskyldur í hóp flóttamanna síðustu tvo daga. „Fólkið í Al Mazraq-flóttamannabúðunum hefur búið við skelfilegar aðstæður síðan 2009 og nú þarf það að þola afleiðingar loftárásar,“ sagði Paolo í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina. Myndskeið hafa sést af vettvangi og sýna þau lík barna og kvenna. Óttast er að straumur flóttamanna muni áfram aukast haldi loftárásirnar áfram. Erlendir ríkisborgarar flýja Jemen, þúsundir Pakistana og Indverja voru fluttar til síns heima í gær og á þriðja hundrað starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og sendiráða voru flutt úr landi á laugardaginn var.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira