Umboðsaðili fær ekki greidda krónu sveinn arnarsson skrifar 31. mars 2015 07:45 Búið er að steypa fyrir minna húsnæðinu sem hefur vinnuheitið Dvergurinn. Grunnflöturinn er 25x50 metrar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar vinnur nú að byggingu tveggja nýrra knatthúsa á íþróttasvæði félagsins við Kaplakrika. Byggingarnar eru keyptar af finnsku fyrirtæki sem nefnist Best-Hall. Umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi er Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Einkahlutafélagið FH-knatthús annast uppbyggingu knatthúsanna. Einkahlutafélagið er í helmingseigu FH og knattspyrnudeildar FH. Jón Rúnar, sem hefur umboð fyrir finnska fyrirtækið, er stjórnarmaður í FH-knatthús ehf., og formaður stjórnar knattspyrnudeildar. „Það hafa verið reist um það bil sex hús hér á landi frá þessum framleiðanda og ég hef komið að þeim öllum,“ segir Jón Rúnar. „Ég get fullyrt það að ég fæ ekki greidda krónu fyrir uppbygginguna á Kaplakrikavelli. Allir sem vilja vita geta séð það í bókum okkar. Menn hafa spurt sig hvort hér sé um hagsmunaárekstur að ræða, ég sé það ekki.“ FH ræðst alfarið í þessar framkvæmdir sjálft og fjármagnar þær af eigin fé og lánsfé. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, segir skort á húsnæði á suðvesturhorninu og lítið vandamál að leigja út aðstöðuna til að skapa tekjur og standa undir framkvæmdunum. „Við leigjum út tíma í húsinu undir æfingar. Það er skortur á æfingaaðstöðu í stóru húsi og sjáum við mikla möguleika í framkvæmdunum. Eins og staðan er núna þurfum við að finna æfingatíma í Reykjanesbæ og á Akranesi. Einnig hafa margir aðilar sett sig í samband við okkur sem vilja leigja aðstöðu hjá okkur,“ segir Birgir.Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH.Knatthúsin tvö eru mislangt komin í framkvæmd. Lokið verður við minna knatthúsið í lok aprílmánaðar en stærra húsið, sem hýsir knattspyrnuvöll í fullri stærð, á samkvæmt áætlun að verða lokið í október á þessu ári. Hvorki Jón Rúnar né Birgir vildu gefa upp kostnaðinn við framkvæmdirnar. „Við erum byrjaðir að grafa fyrir stærra húsinu. Við þurfum að sjá hvernig klöppin er undir húsinu hvort hægt sé að nota hana sem stífingu. Hönnun hússins ræðst svolítið af því hvernig klöppin lítur út,“ segir Birgir. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Fimleikafélag Hafnarfjarðar vinnur nú að byggingu tveggja nýrra knatthúsa á íþróttasvæði félagsins við Kaplakrika. Byggingarnar eru keyptar af finnsku fyrirtæki sem nefnist Best-Hall. Umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi er Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Einkahlutafélagið FH-knatthús annast uppbyggingu knatthúsanna. Einkahlutafélagið er í helmingseigu FH og knattspyrnudeildar FH. Jón Rúnar, sem hefur umboð fyrir finnska fyrirtækið, er stjórnarmaður í FH-knatthús ehf., og formaður stjórnar knattspyrnudeildar. „Það hafa verið reist um það bil sex hús hér á landi frá þessum framleiðanda og ég hef komið að þeim öllum,“ segir Jón Rúnar. „Ég get fullyrt það að ég fæ ekki greidda krónu fyrir uppbygginguna á Kaplakrikavelli. Allir sem vilja vita geta séð það í bókum okkar. Menn hafa spurt sig hvort hér sé um hagsmunaárekstur að ræða, ég sé það ekki.“ FH ræðst alfarið í þessar framkvæmdir sjálft og fjármagnar þær af eigin fé og lánsfé. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, segir skort á húsnæði á suðvesturhorninu og lítið vandamál að leigja út aðstöðuna til að skapa tekjur og standa undir framkvæmdunum. „Við leigjum út tíma í húsinu undir æfingar. Það er skortur á æfingaaðstöðu í stóru húsi og sjáum við mikla möguleika í framkvæmdunum. Eins og staðan er núna þurfum við að finna æfingatíma í Reykjanesbæ og á Akranesi. Einnig hafa margir aðilar sett sig í samband við okkur sem vilja leigja aðstöðu hjá okkur,“ segir Birgir.Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH.Knatthúsin tvö eru mislangt komin í framkvæmd. Lokið verður við minna knatthúsið í lok aprílmánaðar en stærra húsið, sem hýsir knattspyrnuvöll í fullri stærð, á samkvæmt áætlun að verða lokið í október á þessu ári. Hvorki Jón Rúnar né Birgir vildu gefa upp kostnaðinn við framkvæmdirnar. „Við erum byrjaðir að grafa fyrir stærra húsinu. Við þurfum að sjá hvernig klöppin er undir húsinu hvort hægt sé að nota hana sem stífingu. Hönnun hússins ræðst svolítið af því hvernig klöppin lítur út,“ segir Birgir.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira