Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. september 2015 07:00 Danskur lögreglumaður spjallar við flóttafólk frá Sýrlandi, sem komið er til Rødby. Vísir/EPA Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira