Höfnuðu umsóknum fimmtán skiptinema 6. ágúst 2015 07:00 Ásókn erlendra nema í að koma til Íslands hefur aukist með árunum. Í ár var metaðsókn. fréttablaðið/andri marínó „Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
„Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira