Messi fékk "bolamynd" af sér með Totti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2015 14:45 Lionel Messi. Vísir/Getty Lionel Messi var greinilega sáttur með tækifærið að fá mynd af sér með Francesco Totti, fyrirliða Roma, eftir æfingaleik liðanna á Nývangi í Barcelona í gær. Barcelona vann 3-0 sigur á Roma í leiknum og skoraði Lionel Messi annað mark Barcelona-liðsins í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Lionel Messi með Barcelona-liðinu á undirbúningstímabilinu en hann fékk aukafrí vegna þátttöku sinnar í Suður-Ameríkukeppninni. Lionel Messi og Francesco Totti eiga það sameiginlegt að vera andlit sinna félaga en þeir hafa báðir aðeins spilað með einu félagi í meistaraflokki, Messi með Barcelona og Totti með Roma. Francesco Totti lék sinn fyrsta leik með Roma í mars 1993 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Messi var þá aðeins sex ára pjakkur í Argentínu. Eftir leikinn var tekin mynd af þeim Lionel Messi og Francesco Totti saman og Messi skellti henni stoltur inn á Instagram-síðu sína og undir skrifaði hann "A phenomenon" eða "undur" upp á íslenska tungu. Þeir félagar bera greinilega mikla virðingu fyrir hvorum öðrum en eins og sjá má á myndinni þá voru þeir nýbúnir að skipta um treyju. Messi virtist líka vera búinn að jafna sig eftir að hafa misst stjórn á sér í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist skalla franska landsliðsmanninn Mapou Yanga-Mbiwa auk þess að taka hann hálstaki. Myndina má sjá hér fyrir neðan. UN GRANDE !!! Que fenómeno !!! A photo posted by Leo Messi (@leomessi) on Aug 5, 2015 at 4:13pm PDT Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Lionel Messi var greinilega sáttur með tækifærið að fá mynd af sér með Francesco Totti, fyrirliða Roma, eftir æfingaleik liðanna á Nývangi í Barcelona í gær. Barcelona vann 3-0 sigur á Roma í leiknum og skoraði Lionel Messi annað mark Barcelona-liðsins í leiknum. Þetta var fyrsti leikur Lionel Messi með Barcelona-liðinu á undirbúningstímabilinu en hann fékk aukafrí vegna þátttöku sinnar í Suður-Ameríkukeppninni. Lionel Messi og Francesco Totti eiga það sameiginlegt að vera andlit sinna félaga en þeir hafa báðir aðeins spilað með einu félagi í meistaraflokki, Messi með Barcelona og Totti með Roma. Francesco Totti lék sinn fyrsta leik með Roma í mars 1993 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Messi var þá aðeins sex ára pjakkur í Argentínu. Eftir leikinn var tekin mynd af þeim Lionel Messi og Francesco Totti saman og Messi skellti henni stoltur inn á Instagram-síðu sína og undir skrifaði hann "A phenomenon" eða "undur" upp á íslenska tungu. Þeir félagar bera greinilega mikla virðingu fyrir hvorum öðrum en eins og sjá má á myndinni þá voru þeir nýbúnir að skipta um treyju. Messi virtist líka vera búinn að jafna sig eftir að hafa misst stjórn á sér í fyrri hálfleiknum þar sem hann virtist skalla franska landsliðsmanninn Mapou Yanga-Mbiwa auk þess að taka hann hálstaki. Myndina má sjá hér fyrir neðan. UN GRANDE !!! Que fenómeno !!! A photo posted by Leo Messi (@leomessi) on Aug 5, 2015 at 4:13pm PDT
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Messi virtist skalla mótherja í æfingaleik í gær | Myndband Lionel Messi missti stjórn á skapi sínu í 3-0 sigri Barcelona á Roma í æfingaleik á Nou Camp í gær. 6. ágúst 2015 09:30