Innlent

Hringingar í kirkjuklukkum eru ekki umhverfisvandamál

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fréttablaðið 19. desember síðastliðinn.
Fréttablaðið 19. desember síðastliðinn.
„Hringingar frá kirkjuklukkum framkvæmdar samkvæmt því verklagi sem þjóðkirkjan hefur ákveðið verður að telja að séu eðlilegur hluti af borgarumhverfi.“ segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Þetta segir í umsögn til umhverfis- og skiplagsráðs, sem vísað hafði hugmynd af vefnum Betri Reykjavík til Heilbrigðiseftirlitsins. Samkvæmt hugmyndinni átti aðeins að hringja kirkjuklukkum við stærri athafnir. „Klukknahljómurinn getur verið sérstaklega óþægilegur fyrir til dæmis fólk sem vinnur á næturvöktum, eða yngstu börnin sem sofa á þessum tíma. Að ég tali nú ekki um þynnkuna,“ sagði einn sem tók þátt í umræðu um málið á vefnum Betri Reykjavík.

„Á tímabilinu 1998 til 2015 er um að ræða fimmtán kvartanir, það er innan við ein kvörtun á ári síðastliðin sautján ár,“ segir Heilbrigðiseftirlitið sem kveður tíu af þessum kvörtunum hafa verið vegna sömu þriggja kirknanna. „Farið hefur verið fram á úrbætur þar sem staðfest er að kvartanir eru réttmætar og ekki farið að viðurkenndu verklagi við hringarnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×