Stjórnarandstaðan gáttuð á útspili utanríkisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2015 00:01 Birgitta Jónsdóttir , þingmaður Pírata, er ómyrk í máli þegar kemur að bréfasendingum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“ Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“
Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01
Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01