"Þetta var það eina í stöðunni“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. september 2015 19:15 Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. Stöð 2 hefur undanfarið greint frá því að á íslensk heyrnalaus börn fái ekki námsefni á sínu móðurmáli, táknmáli, vegna þess að það er ekki framleitt hér á landi vegna fjárskorts. Fjölskylda Andra Fannars Ágústssonar er á leið í sitt annað mál við íslenska ríkið, en þau telja brotið á mannréttindum heyrnalausra barna með þessum hætti. Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnalaus börn á Íslandi. Annar drengurinn sem um ræðir heitir Viktor Karl Kristjánsson og er átta ára, en hann fæddist heyrnalaus. Foreldrar Viktors telja hann ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þurfti hér og sáu þann kost vænlegastan að flytja af landi brott með hann og þrjú yngri systkini. Auk þess sem námsefni vantaði fékk hann ekki félagslegan stuðning á Íslandi. Aðra sögu er að segja í Danmörku. „Að það þurfi að vera að berjast fyrir því að fá túlkasjóð, þurfa að berjast fyrir því að fá námsefni er ömurlegt. Við ákváðum að fara því bara eitthvert þar sem þetta er í lagi. Tíminn flýgur áfram og þó að þetta verði komið þegar hann er orðinn tíu, ellefu ára þá er hann búinn að missa af svo miklu. Þess vegna finnst okkur bara tvö, þrjú ár í einhverja baráttu sem maður veit ekkert hvort að skilar sér vera of langur tími,“ segir Kristján faðir Viktors Karls. Hann segir fleiri fjölskyldur heyrnarlausra barna á leið úr landi. „Foreldrar þeirra eru allir að skoða að flytja. Þeir sem eiga krakka hafa verið að fara til Danmerkur og Noregs að skoða aðstæður.“ Það sé ekki draumastaða að flytja til útlanda og yfirgefa fjölskyldu og vini á Íslandi. „Okkur langaði ekkert að fara út þannig. Við erum með þrjú önnur börn og ég á tvö heima fyrir. Þetta er ekki draumastaðan en við metum það þannig að þetta sé það eina í stöðunni,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 "Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Túlkasjóðurinn uppurinn: „Fjármunirnir eru takmarkaðir“ Menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að meiri fjármunir verði settir í túlkasjóð heyrnalausra á þessu ári, en sjóðurinn, sem átti að tryggja heyrnalausum túlkaþjónustu úr árið, kláraðist fyrr í mánuðinum. 26. október 2014 21:20 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni. Stöð 2 hefur undanfarið greint frá því að á íslensk heyrnalaus börn fái ekki námsefni á sínu móðurmáli, táknmáli, vegna þess að það er ekki framleitt hér á landi vegna fjárskorts. Fjölskylda Andra Fannars Ágústssonar er á leið í sitt annað mál við íslenska ríkið, en þau telja brotið á mannréttindum heyrnalausra barna með þessum hætti. Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnalaus börn á Íslandi. Annar drengurinn sem um ræðir heitir Viktor Karl Kristjánsson og er átta ára, en hann fæddist heyrnalaus. Foreldrar Viktors telja hann ekki hafa fengið þá þjónustu sem hann þurfti hér og sáu þann kost vænlegastan að flytja af landi brott með hann og þrjú yngri systkini. Auk þess sem námsefni vantaði fékk hann ekki félagslegan stuðning á Íslandi. Aðra sögu er að segja í Danmörku. „Að það þurfi að vera að berjast fyrir því að fá túlkasjóð, þurfa að berjast fyrir því að fá námsefni er ömurlegt. Við ákváðum að fara því bara eitthvert þar sem þetta er í lagi. Tíminn flýgur áfram og þó að þetta verði komið þegar hann er orðinn tíu, ellefu ára þá er hann búinn að missa af svo miklu. Þess vegna finnst okkur bara tvö, þrjú ár í einhverja baráttu sem maður veit ekkert hvort að skilar sér vera of langur tími,“ segir Kristján faðir Viktors Karls. Hann segir fleiri fjölskyldur heyrnarlausra barna á leið úr landi. „Foreldrar þeirra eru allir að skoða að flytja. Þeir sem eiga krakka hafa verið að fara til Danmerkur og Noregs að skoða aðstæður.“ Það sé ekki draumastaða að flytja til útlanda og yfirgefa fjölskyldu og vini á Íslandi. „Okkur langaði ekkert að fara út þannig. Við erum með þrjú önnur börn og ég á tvö heima fyrir. Þetta er ekki draumastaðan en við metum það þannig að þetta sé það eina í stöðunni,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30 "Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06 Túlkasjóðurinn uppurinn: „Fjármunirnir eru takmarkaðir“ Menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að meiri fjármunir verði settir í túlkasjóð heyrnalausra á þessu ári, en sjóðurinn, sem átti að tryggja heyrnalausum túlkaþjónustu úr árið, kláraðist fyrr í mánuðinum. 26. október 2014 21:20 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Yfir tugur heyrnarlausra barna fá ekki námsefni Á þriðja tug heyrnarlausra grunnskólabarna hér á landi þarf námsefni á táknmáli en ekkert þeirra hefur aðgang að því þar sem það er ekki framleitt. 21. ágúst 2015 19:30
"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. 18. ágúst 2015 20:00
Fjölskyldur heyrnarlausra barna flytja úr landi Tvær sex manna íslenskar fjölskyldur fluttu í lok sumars til smábæjarins Fredericia í Danmörku vegna lélegrar þjónustu við heyrnarlaus börn á Íslandi. 14. september 2015 17:06
Túlkasjóðurinn uppurinn: „Fjármunirnir eru takmarkaðir“ Menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir að meiri fjármunir verði settir í túlkasjóð heyrnalausra á þessu ári, en sjóðurinn, sem átti að tryggja heyrnalausum túlkaþjónustu úr árið, kláraðist fyrr í mánuðinum. 26. október 2014 21:20