Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:28 Reem fell í stafi við útskýringar kanslarans. vísir/skjáskot Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira