Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:28 Reem fell í stafi við útskýringar kanslarans. vísir/skjáskot Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira