Hætta að flagga í hálfa stöng: „Þetta er tilfinningamál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2015 12:32 Sex bæjarfulltrúar Norðurþings kusu með tillögunni en þrír voru á móti. Vísir/Vilhelm „Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er eldgamall siður og maður elst upp við þetta. Mér finnst þetta bara fallegt,“ segir Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Soffía var ein þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögu flokksbróður síns, Hjálmars Boga Hafliðasonar, þess efnis að hætt yrði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið í Húsavík við andlát íbúa bæjarsins.Morgunblaðið greindi frá tillögu Hjálmars sem samþykkt var í síðustu viku með sex atkvæðum gegn þremur. Skiptu þar flokkslínur litlu eins og sjá má á skoðanamun flokkssystkinanna Hjálmars og Soffíu. Hjálmar segir við Morgunblaðið að um úreltan sið sé að ræða. Samfélagið sé breytt, þangað flutt fólk sem þekki engin deili á hinum látna og sömuleiðis séu ferðamenn eitt stórt spurningamerki í heimsóknum sínum í bæinn. „Mér finnst þetta virðing við hinn látna,“ segir Soffía sem gerir sér grein fyrir því að reynsla og skoðun fólks á þessu máli er ólík. Allir bæjarfulltrúar tóku til máls á fundinum og Soffía segir að Facebook logi. Sitt sýnist hverjum. „Þetta er tilfinningamál,“ segir Soffía. „Mér finnst mikilvægt í svona litlu samfélagi að við vottum virðingu.“Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar.Mynd af vef NorðurþingsVonar að bæjarstjórn sjái að sér Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu. Með henni vildi hann ganga enn lengra og lagði til að hætt yrði að flagga í hálfa stöng á jarðarfarardaginn. Sú tillaga var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Soffía segist ekki skilja hvers vegna það skipti máli að erlendir ferðamenn spyrji út í hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng. Þeir hljóti að vera komnir til Húsavíkur til að kynnast siðum okkar og hefð. „Þótt einhverjir spyrji þá truflar það engan.“ Aðspurð segist Soffía ekki vera með breytingartillögu í smíðum en telur víst að málinu sé ekki lokið. Koma verði í ljós hvort efnt verði til undirskriftasöfnunar. „Ég vona bara að þau sjái að sér,“ segir Soffía um ákvörðun félaga sinna í bæjarstjórn.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira