17 af 24 stóðust prófið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 16:40 Prófið í morgun tók tvær klukkustundir. Hér bíða nemendurnir eftir niðurstöðunum sem birtar voru tveimur tímum síðar. 24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava. Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava.
Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00
23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00
200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00
Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30