17 af 24 stóðust prófið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 16:40 Prófið í morgun tók tvær klukkustundir. Hér bíða nemendurnir eftir niðurstöðunum sem birtar voru tveimur tímum síðar. 24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava. Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
24 íslenskir stúdentar mættu á Grand Hótel í dag með það fyrir augum að þreyta inntökupróf í læknisfræði við Jessenius læknisfræðideildina við Comenius háskólann í Slóvakíu. Háskólinn er staðsettur í höfuðborginni Bratislava en læknisfræðideildin í bænum Martin í bænum Martin. Tugir Íslendinga nema við skólann en þeir fyrstu héldu utan í ágúst 2012 og eru því á þriðja ári við skólann. Að meðtöldum mökum og börnum eru Íslendingarnir í Martin á annað hundrað. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi sem hélt utan um framkvæmd prófsins í dag, segir í samtali við Vísi að nemendur ytra láti mjög vel af náminu. Nemendur klára námið á sex árum og klíníkin sé svo mikil að ekki þurfi að taka kandídatsár að námi loknu. Allt nám fer fram á ensku en nemendur læra jafnframt slóvakísku.Mest er spurt út í efnafræði á inntökuprófinu í læknisfræðinámið.Vísir/Vilhelm„Nemendurnir geta svo farið til Noregs og unnið á mjög háum launum,“ segir Runólfur sem merkir mikinn áhuga hér á landi að nema læknisfræði ytra. 24 þreyttu prófið í dag og þegar hafa 28 skráð sig í annað próf sem fram fer hér á landi í júní. „Það stefnir í að helmingurinn af íslenskum læknum verði menntaður þarna og helmingurinn hérna heima,“ segir Runólfur. Um 1850 nema læknisfræði við skólann en helmingurinn er útlendingar. Um 550 Norðmenn eru við skólann, 120 Svíar og svo 80 Íslendingar. Próftökugjaldið er ekkert en skólagjöldin eru 9500 evrur á ári sem svarar til tæplega 1,4 milljóna króna. Sé allt tekið með í reikninginn þegar borið er saman læknanám hér í höfuðborginni og ytra, þ.e. húsaleiga og uppihald, telur Runólfur síst dýrara að nema í Slóvakíu. Íslendingar hafa fleira til Slóvakíu að sækja að sögn Runólfs. Þann 21. maí verður inntökupróf í læknisfræði og tannlækningar við Palacky háskólann í Olomouc í Tékklandi. Svo um miðjan júní verður inntökupróf í dýralækningar og lyfjafræði við háskóla í Kosice í Króatíu. Þá verður einnig í boði að þreyta inntökupróf við kvikmyndaháskólann í Bratislava.
Tengdar fréttir Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00 23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00 200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00 Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntanlegir vegna prófsins. 27. ágúst 2012 08:00
23 á leið í læknanám í Slóvakíu Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. 3. maí 2013 07:00
200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Læknanemar á lokaári og sérnámslæknar í útlöndum ætla ekki að ráða sig til starfa á Íslandi næsta sumar nema laun lækna verði hækkuð verulega. 27. september 2014 09:00
Þreyttu inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu Ellefu Íslendingar þreyttu í dag inntökupróf í læknaskóla í Slóvakíu. Einn þeirra sem komst inn ákvað á mánudaginn að taka prófið, en námið hefst eftir viku. 29. ágúst 2012 20:30