200 læknanemar og sérnámslæknar snúa að óbreyttu ekki heim Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Hátt í 200 sérnámslæknar sem eru í námi erlendis og læknanemar á Íslandi ætla ekki að ráða sig til starfa hér á landi næsta sumar nema samið verði við lækna. Vísir/Getty Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og nú er þolinmæði þeirra á þrotum. Hátt í 200 læknanemar og sérnámslæknar í útlöndum segjast ekki ætla að starfa á Íslandi næsta sumar verði ekki skrifað undir nýjan kjarasamning við þá á næstunni. Þeir segja að fáar stéttir háskólamenntaðra manna séu með jafn léleg laun og þeir. Grunnlaun kandídats að loknu sex ára námi eru nú 343 þúsund krónur á mánuði. „Það eru margir sem halda að almennir læknar séu hálaunafólk en svo er ekki. Þeir almennu læknar sem starfa á vöktum fá vaktaálag og það hækkar launin talsvert en það eru ekkert allir sem vilja vinna á vöktum eða geta unnið á vöktum. Þess vegna förum við fram á verulega hækkun grunnlauna,“ segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður Félags læknanema. Hún segir að aðstæður sem aðstoðarlæknar búi við séu ekki sérlega góðar. „Vinnuálag og sú ábyrgð sem þeir bera er mikil,“ segir Ragnhildur. „Aðstæðurnar eru ekkert sérlega góðar eins og á Landspítalanum. Það er þó búið að bæta margt á einu ári eins og á lyflækningasviðinu þar sem ástandið var afleitt. Það er þó margt sem má bæta á spítalanum en það verður ekki ekki gert á einni nóttu,“ segir hún og bætir við að það séu launin fyrst og fremst sem læknakandídatar séu óánægðir með.Arna Reynisdóttir42 verðandi læknakandídatar á lokaári hafa tilkynnt að þeir ætli ekki að sækja um eða ráða sig í stöðu aðstoðarlæknis eða aðra sambærilega stöðu á Íslandi frá og með 1. júní 2015 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Auk þeirra hafa læknanemar sem eru komnir jafn langt í námi í Ungverjalandi, Slóvakíu og á Norðurlöndunum og víðar lýst því sama yfir. Þessa dagana er verið að safna undirskriftum frá nemum á fjórða og fimmta ári um að þeir komi að óbreyttu ekki til starfa næsta sumar í heilbrigðiskerfinu. Til þessa hafa fjórða og fimmta árs læknanemar fengið tímabundið læknaleyfi til að starfa á sumrin. Arna Reynisdóttir er formaður Félags læknanema í Ungverjalandi. Hún segir að þótt flesta læknanema dreymi um að koma heim sjái fæstir það sem raunhæfan kost. „Margir fara heim til Íslands og taka kandídatsnámið þar, í því felst gífurleg reynsla. En fólk hefur ekki hug á að starfa á Íslandi til lengri tíma,“ segir Arna.Ragnhildur HauksdóttirHún segir að læknanemar séu óánægðir með þau launakjör sem bjóðast. „Sú staðreynd að læknastéttin á Íslandi er lægst launaða háskólastéttin er alls ekki uppörvandi. Sorglegast þykir okkur þó að bág kjör og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er vandamál sem hefur viðgengist í fjöldamörg ár og ekkert virðist ætla að breytast. Okkur er ekki gefin nein von um að ástandið muni fara batnandi,“ segir Arna. Sérnámslæknar erlendis eru sömuleiðis afar óánægðir með kjör sín. Um eitt hundrað þeirra hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að snúa aftur til Íslands úr sérnámi eða séu að íhuga að skipta um starfsvettvang ef ekki verður gerð meiriháttar leiðrétting á kjörum strax. Í yfirlýsingu til heilbrigðisráðherra minna þeir á að uppsagnarfrestur hjá almennum læknum sé einn mánuður og því sé mikilvægt að bregðast hratt við.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira