Illugi birtir skattframtal Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2015 22:40 Illugi Gunnarsson. Vísir/GVA Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa fengið nokkurs konar greiðslur frá OG Captial árið 2012. Því til sönnunar birti hann upplýsingar úr skattaframtali hans og konur sinnar á Facebook í kvöld. Tilefni birtingar Illuga er frétt sem birtist á Stundinni í dag, þar sem haldið er fram að fyrirtækið OG Capital ehf, sem var í eigu Illuga, hafi fengið 1,2 milljónir króna frá Orku Energy árið 2012 í verktakagreiðslu en ekki launagreiðslu. „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu,“ segir Illugi á Facebook.Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, hefur verið hávær eftir að Illugi sagði frá því í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Illugi vann fyrir fyrirtækið á meðan hann var í leyfi frá störfum sínum á Alþingi árið 2010 og 2011. Illugi fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. „Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hagsmunatengsla tel ég fráleitt,“ sagði Illugi í föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið fyrir helgi. Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015 Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa fengið nokkurs konar greiðslur frá OG Captial árið 2012. Því til sönnunar birti hann upplýsingar úr skattaframtali hans og konur sinnar á Facebook í kvöld. Tilefni birtingar Illuga er frétt sem birtist á Stundinni í dag, þar sem haldið er fram að fyrirtækið OG Capital ehf, sem var í eigu Illuga, hafi fengið 1,2 milljónir króna frá Orku Energy árið 2012 í verktakagreiðslu en ekki launagreiðslu. „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu,“ segir Illugi á Facebook.Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, hefur verið hávær eftir að Illugi sagði frá því í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Illugi vann fyrir fyrirtækið á meðan hann var í leyfi frá störfum sínum á Alþingi árið 2010 og 2011. Illugi fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. „Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hagsmunatengsla tel ég fráleitt,“ sagði Illugi í föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið fyrir helgi. Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015
Tengdar fréttir Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Grípa til varna fyrir Illuga „Öll þessi umræða er á lágu plani og ömurleg á allan hátt.“ 13. október 2015 13:34
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09