Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2015 10:44 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. Illugi hafnar því að hafa fengið lán frá Orku Energy en Stundin greindi frá því að hann hefði fengið 3 milljóna króna lán frá fyrirtækinu. Illugi sagði í samtali við Stöð 2 að ekki hefði verið um lán að ræða heldur fyrirframgreidd laun. Í viðtalinu afhenti hann fréttamanni afrit af launaseðli sínum frá Orku Energy í febrúar 2012 og má nálgast launaseðililnn hér neðar. Á seðlinum kemur fram að heildarlaun og hlunnindi Illuga frá Orku Energy vegna launauppgjörs í umrætt sinn hafi numið rúmlega 5,6 milljónum króna. Þar af séu fyrirframgreidd laun upp á 2.950.000 kr. Launaseðill Illuga Gunnarssonar frá Orku Energy í febrúar 2012. Illugi fékk 2.950 þúsund krónur í fyrirframgreidd laun frá fyrirtækinu en launaseðillinn var gefinn út í tengslum við uppgjör á þeim.Meðan Illugi var í leyfi frá þingstörfum á síðasta kjörtímabili sinnti hann ráðgjafarstörfum fyrir Orku Energy. Eftir að hann varð menntamálaráðherra eftir síðustu þingkosningar árið 2013 seldi hann Hauki Harðarsyni stjórnarformanni Orku Energy íbúð sína á Ránargötu á 53,5 milljónir króna. Illugi og eiginkona hans leigja nú íbúðina af Hauki á 230 þúsund krónur á mánuði, án hita og rafmagns. Illugi hefur sjálfur upplýst að hann hafi gripið til þessara ráðstafana vegna fjárhagserfiðleika en hann og Haukur eru nánir vinir. Sjá má viðtal við Illuga í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hann svarar fyrir fjárhagsleg tengsl sín og Orku Energy. Illugi hafnar því að hafa verið „fjárhagslega háður“ Hauki Harðarsyni þegar Haukur og fjórir aðrir starfsmenn Orku Energy fóru í opinbera heimsókn með ráðherranum og öðrum starfsmönnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til Kína í mars á þessu ári en Orka Energy kemur að umfangsmiklum jarðhitaverkefnum í Kína. Með í för til Kína voru einnig þrír starfsmenn Marel og rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og forstjóri Rannís.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31 Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Illugi Gunnarsson spurður út í meint lán frá Orku Energy í beinni útsendingu Þorbjörn Þórðarson, frétttamaður Stöðvar 2, spyr ráðherrann spjörunum úr í beinni útsendingu klukkan 18:30. 9. október 2015 17:31
Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Menntamálaráðherra segir fráleitt að hann sé fjárhagslega háður stjórnarformanni Orku Energy. 9. október 2015 18:50
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00