Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:58 Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. vísir/afp Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast. Grikkland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast.
Grikkland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent